Vottun á uppruna skýrslna Modernus

 

Hér geta kaupendur vefauglýsinga með einföldum hætti fengið skýrslur Modernus, sem þeir hafa fengið sendar frá þriðja aðila, vottaðar rafrænt.
Kerfið gengur úr skugga um að skýrslan sé frá Modernus og innihaldi réttar upplýsingar.
Staðfestingin er endurgjaldslaus og tekur aðeins örskotsstund.

Skýrsla:

Um skýrslur Modernus

Allir vefir sem mældir eru í fagmælingu hjá Modernus geta sent skýrslur um notkun beint úr kerfinu.
Komið hefur fyrir að skýrslunum hafi verið breytt eftir á. Því er viðtakendum skýrslna frá Modernus bent á,
að hægt er að fá þær staðfestar rafrænt. Það er bæði einfallt og fljótlegt, og kostar ekkert.

Skýrslur Modernus er hægt að setja saman með ýmsu móti, en til þess að geta pantað og sent skýrslu,
sem sýnir t.d. vinsældir vefjarins, þarf viðkomandi vefur að eiga gögn í grunninum.
Algengast er að skýrslurnar sýni þróun í fjölda notenda yfir árið, lista yfir vinsælustu skjöl vefjarins og
skiptingu notenda eftir landsvæðum. Tilbúnar árskýrslur sýna helstu lykiltölur 12 mánuði aftur í tímann.

 
LOKA