Innsetning vefmælikóða Modernus®

 

Almennar leiðbeiningar og reglur um innsetningu javaskriftkóða Modernus®

Aðstoð og upplýsingar um innsetningu mælikóða Modernus má fá í Svarboxi Modernus hér neðst í hægra horni heimasíðunnar.

Reglur

1.a. Javaskriftkóða Modernus® má ekki breyta að neinu öðru leyti en með innsetningu á breytum. Annars vegar breytu fyrir "síðunafn" og hins vegar fyrir númer vefhluta, þó aðeins ef um vefhlutamælingu er að ræða.

1.b. Aðeins vefir sem sótt hafa um vefhlutamælingu, og fengið hana virkjaða, mega setja inn breytu (tölu) í "númer vefhluta".

2. Kóðann má eingöngu setja inn í vefskjöl, sem tilheyra léninu, sem hann er merktur. Merkingin kemur fram í fyrstu kóðalínunni.

3. Kóðinn skal standa einn og sér, og vera vel aðgreindur frá öðru efni í skjalinu sem hann mælir.

4. Kóðinn skal eingöngu standa í meginrammanum í hverjum vafraglugga þegar um rammaða vefi (Frame) er að ræða.

5. Kóðann skal staðsetja þannig að hann finnist neðst í vefskjalinu sem hann mælir, og tveimur línubilum ofan við lokatögin </body> og </html>.

6. Kóðann má ekki setja inn í aukaramma, sem birtast í sama vafraglugga og meginramminn, sem hann mælir. Hér er t.d. átt við svonefnda "pop-up" glugga, valmyndaramma (fliparamma) gardínur, "toolbars", auglýsingaslár o.þ.h..

7. Kóðanum er skipt upp í um 22 línur. Hann skal vera sem næst eins í skjalinu sem hann mælir. Skiptist ákveðnar línur í kóðanum upp í tvær eða fleiri línur, hefur það áhrif til vanmælingar. Varist að nota vefsíðugerðarforrit við innsetningu kóðans. Notið helst einfaldan textaritil s.s. Notepad.

8. Notið eingöngu enska lágstafi í síðunöfnum, tölustafi, bandstrik eða undirstrik. Notið engin önnur tákn, nema URL-encode sé notað. Sjá almennar leiðbeiningar neðar á síðunni varðandi gagnagrunnstengda, dýnamíska, vefi. URL-encode tól er að finna hægra megin á forsíðu modernus.is.

9. Athugið alveg sérstaklega, að ekkert bil [] má vera í síðunafni. Hér eru nokkur dæmi um rétt skrifuð síðunöfn: "frettir", "um_okkur", "fyrirtaekid", "forsida", "verdskra", "vidskipti-og-hlutabref", "vefverslun" o.s.frv..

10. Eftirfarandi tákn má ekki nota í síðunöfn (breytur):

~´*°^<>:;/'#$%&"!=

11. Mælikóðinn byrjar á setningunni: !-- Virk vefmæling® byrjar --! og hann endar á setningunni: !-- Virk vefmæling® endar --! Þetta er vörumerkjaskráning mælikóðans hjá Einkaleyfastofunni. Merkinguna má ekki fjarlægja. Javaskriftkóði Modernus® er eign Modernus ehf. Allur réttur áskilinn.

Almennar leiðbeiningar

Hér fara á eftir einfaldar almennar leiðbeiningar varðandi innsetningu á vefmælikóðanum og samskipti við Modernus:

Áður en innsetning kóðans hefst þarf að ganga úr skugga um að sérmerkingin í honum tilheyri örugglega léninu (vefnum), sem kóðinn á að mæla. Nafn vefjarins (lénið) kemur fyrir efst í kóðanum. Þetta á þó ekki við um fría kynningarteljarann, teljari.is®. Þar er notaður sameiginlegur "uni-kóði" og öryggi mælingarinnar ekki tryggt.

a. Afritið kóðann (með "copy" skipun) beint úr skránni sem Modernus sendi, eða beint úr notendaviðmóti eftir innskráningu (>>Stillingar, vefmæling, javaskriftkóði..) ef um afrit er að ræða, og límið ("paste") beint inn í html-skjölin sem hann á að mæla. Gott er að hafa báða glugga í fullri stærð á meðan unnið er til að forðast uppskiptingu á línum.

b. Notið einfaldan textaritil (t.d. Notepad) við innsetningu á kóðanum en forðist að nota heimasíðugerðarforrit (t.d. Frontpage) við innsetninguna, því þau geta eyðilagt kóðann með því brjóta upp línurnar í kóðanum og fjölga þeim þannig.

c. Síðuheitið á að skrifa inn í kóðann á milli gæsalappanna á tveimur stöðum. Fyrst í línu 10 (litað rautt) þar sem stendur: "SÍÐUNAFN", og síðan aftur í línu 20, hvar einnig stendur "SÍÐUNAFN". Athugið sérstaklega, að gæsalappirnar eiga að standa óhreyfðar, en orðið SÍÐUNAFN á að hverfa.

d. Hægt er að nota bæði íslenska stafi og bil með því að nota URLEncode. Hægt er að breyta texta með íslenskum stöfum og bilum [] yfir á URLEncode-form hér: http://www.modernus.is/pub/urlencode.php. Fyrirvari um séríslenska stafi: Því miður er það þannig, að séríslenskir stafir valda í vissum tilfellum vandkvæðum í úrvinnslu í gagnagrunnum. Þess vegna mælist Modernus til þess að tæknimenn og kerfisstjórar útiloki séríslenska stafi í breytuheitum í mælikóðanum eins og kostur er. Þetta á sérstaklega við um umferðamikla, dýnamíska vefi, sem vista mælikóðann á föstum stað í fæti kerfisins dýnamískt.

e. Þegar kóðinn er kominn inn, er ráð að senda staðfestingu um það á hjalp@modernus.is með einföldum upplýsingum um áætlaðan fjölda skjala sem á að mæla. Skeytið mætti t.d. hljóða á þessa leið: "Kóðinn er kominn inn á vefinn: www.vefurinn.is" "Fjöldi html-skjala er: 25". Eða "uppsetningin er dýnamísk".

f. Þegar staðfestingin hefur borist Modernus, verður farið yfir innsetninguna á kóðanum, ef þurfa þykir, og niðurstöður sendar til baka í tölvupósti ef hnökrar eru á innsetningunni.

Almennar leiðbeiningar varðandi "dýnamíska" og gagnagrunnstengda vefi:

Best er að staðsetja kóðann á föstum stað í grunninum, t.d. í fót, sem birtist á öllum síðum. Í kóðanum er síðan búin til skrift sem les inn síðuheitið (oftast geymt í breytu) og staðsetur það í línu 10 og línu 20 í kóðanum samkvæmt leiðbeiningunum í c-lið hér að ofan.

Ef nota á íslenska stafi og bil í síðunöfnum verður að gera það með því að nota URLEncode. URLEncode skipanir eru til í flestum vefforritunarmálum. Nokkur dæmi: Javascript: escape(Síðuheiti), PHP: urlencode(Síðuheiti), ASP: Server.URLEncode(Síðuheiti). Sjá fyrirvara um íslenska stafi í d-lið.

Munið einnig að breyta sjálfvirka lykilorðinu strax í fyrstu innskráningunni í gagnagrunninn ef gögn vefjarins eru viðkvæm. Kynnið ykkur jafnframt Varðhundinn®, vaktkerfi Modernus, sem vaktar vefinn 288 sinnum á sólarhring fyrir lágt, fast mánaðargjald og sendir aðvaranir í tölvupósti ef vefurinn fer niður, eða svarar ekki innan tilskilinna tímamarka.

Lágmarksaðstoð við innsetningu er veitt án endurgjalds í síma 562 7006. Athugið, að Modernus tekur ekki að sér innsetningar á mælikóða en bendir á umboðsmenn Modernus, vefsíðugerðir og einstaklinga. Sendið fyrirspurnir eingöngu á fyrirspurn@modernus.is.

Gangi ykkur vel.

ISNIC - Internet á Íslandi hf
Höfðaturninn, Höfðatúni 2
105 Reykjavík.

 
LOKA